Undanfarnar vikur hef ég átt ótal samtöl við félaga mína í VG hvaðanæva að úr kjördæminu. Ég hef fengið uppörvun og hvatningu frá skólafélögum á Akureyri, Hvanneyri, frá Vopnfirðingum og fleirum sem ég er ákaflega þakklátur fyrir. Það er greinilega ákall eftir endurnýjun, enda hefur aldrei verið frambjóðandi undir 35 í Norðaustur kjördæmi fyrir VG í öðru hvoru efsta sætinu. Það er kominn tími til að breyta því! Ég gef kost á mér í 2. sæti listans.

40 sec um hvað ég stend fyrir

Full atvinna, fjölbreytt nýsköpun

Forval er góður vettvangur til þess að skerpa sína sýn á málin…


Samkeppnisaflið fæst með sameiningu

Mín fyrstu skref á almennum vinnumarkaði tók ég í Sláturhúsi Vopnfirðinga. Langdregið kennaraverkfall var í uppsiglingu þegar ég var að hefja nám í tíunda bekk og mér datt ekki til hugar að sitja með hendur í skauti. Sá fyrir mér uppgrip í vinnu. Sá draumur rættist og í byrjun nóvember, þegar skólinn hófst á nýjan leik, mætti ég til leiks reynslunni ríkari og loðinn um lófana (fannst mér þá). Við hliðina á sláturhúsinu er fiskvinnsla Brims, en á þeim tíma var það bæjarútgerðin Tangi hf. Hún sameinaðist Granda og varð síðar að Brimi. Á þessum sautján…


Öndvegissetur og sjávarútvegsnet á Akureyri

Ein mesta uppspretta virðisauka og vaxtar í atvinnulífinu er á Akureyri. Æ fleiri, bæði innan sjávarútvegsins og utan, hafa áttað sig á því að Háskólinn á Akureyri hefur komið á fót fyrsta flokks námi í sjávarútvegsfræðum. Raunvísindadeild skólans hefur útskrifað einstaklinga sem gegna leiðandi störfum í vinnslu og framleiðslu sjávarafurða. Þeir eiga ríkan þátt í þeirri nýsköpun og virðisaukningu sem einkennir nú hinn framsækna geira íslensks sjávarútvegs.

Á þessari klakstöð nýsköpunar og þróunar er vakin sérstök athygli í skýrslu Grænlandsnefndar sem er nýkomin út. Þar heldur Össur Skarphéðinsson, fyrrum iðnaðar- og utanríkisráðherra, á penna og…


Á síðasta ári var gefið út rit frá Landbúnaðarháskólanum, eftir prófessorana Ólaf Arnalds og Jón Guðmundsson sem hefur skapað nokkrar umræður. Þar er gerð metnaðarfull tilraun til þess að meta hugsanlega losun gróðurhúsalofttegunda vegna breytinga á landnýtingu og setja það í samhengi við framleiðslu á kjöti. Ritið er gagnlegt innlegg í umræðuna um losun gróðurhúsalofttegunda frá landi en því miður tel ég sumar af þeim ályktunum sem dregnar hafa verið af skýrslunni rangar.

Losunarepli og losunarappelsinur

Í frétt um rannsóknina voru niðurstöðurnar um mögulega kolefnislosun á kg lambakjöts borin saman við flugferð til Evrópu. Þetta er skakkur samanburður þar sem verið er að…


Svarta skýrslan um sjávarútveg kom út fyrir rúmum fjörutíu árum. Það var í sama mund og Íslendingar færðu út fiskveiðilögsöguna í 200 mílur góðu heilli. Bretar kölluðu þessa skýrslu áróðursplagg. Auðvitað var boðskapur hennar nýttur í áróðursstríðunum við Breta sem kölluð voru þorskastríð og leiddu til árekstra milli varðskipa og herskipa. Hitt var verra að eftir unninn sigur, þegar engum öðrum var um að kenna á miðunum, fórum við Íslendingar ekki eftir ráðleggingum skýrslunnar. Veiðin jókst þangað til lífríkinu stóð ógn af og kvótakerfinu var komið á.

Þökk sé kvótakerfinu, tækniframförum og aðlögunarhæfni er sjávarútvegurinn í dag, eftir þessi fjörtíu…


Ég kveikti á kastljósi dana um daginn eftir að ég heyrði að forsætisráðherra þeirra hefði fyrirskipað að öllum minkum í Danmörku skyldi lógað. Það var skrítin tilfinning að sjá þar staddan mann sem ég þekkti, Jens Wistoft, minkabóndi á Fjóni. Honum kynntist ég 2012, þegar ég var í skiptinámi í Árósarháskóla og vann að rannsóknarverkefni í minkarækt.

Jens Wistoft er hér lengst til hægri

Jens var harður á svipinn, hann þurfti greinilega að einbeita sér að því að halda haus. Sár og reiður yfir því að horfa framan í það að þurfa að drepa öll dýrin sín. Hann er hæglætismaður, ræktunarmaður sem rekur fjölskyldubú. Væri hann íslenskur…


Um nokkra hríð hefur umræða um að móta beri stefnu í landbúnaði aukist hér á landi. Bændur greinir þó á í þessum efnum eins og öðrum. Við höfum til dæmis horft upp á kúvendingar meðal bænda um hvert skuli stefna með stjórn á framleiðslumagni mjólkur. Á örfáum árum fór stefnan úr því að leggja niður kvótakerfi í það að festa kerfið í sessi. Stærri hluti þeirra fjármuna sem hið opinbera setur í stuðning við mjólkurframleiðslu er nú fest við kvótann.

Síðustu tíu ár hafa sex ráðherrar setið í landbúnaðarráðuneytinu. Allir hafa þeir haft góðan hug til landbúnaðar og ýmsum framfaramálum…

Kári Gautason

Vopnfirðingur og kynbótafræðingur. Skoðanir hér eru mínar eigin.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store